spot_img
HomeFréttirSpurs sluppu með sigur í tvíframlengdum leik

Spurs sluppu með sigur í tvíframlengdum leik

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Meistarar Miami Heat nældu sér í sigur í Staples Center gegn LA Clippers og þá varð að tvíframlengja viðureign Washington Wizards og San Antonio Spurs þar sem hinir ólseigu Spurs-arar höfðu að lokum sigur.
 
 
Washington 118-125 San Antonio
Þessi hlýtur að hafa sviðið því sigur Spurs í nótt var sá sextándi í röðinni á Washington en höfuðstaðurinn hefur ekki skartað neitt sérstöku liði síðustu áratugi. Jálkurinn Duncan datt í heilar 40 mínútur í nótt með 31 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar en sjö liðsmenn Washington voru með 10 stig eða meira í leiknum, John Wall þar fremstur í flokki með 29 stig og 9 stoðsendingar. Spurs áttu meira á tanknum í seinni framlengingunni sem fór 10-3 þeim í vil en sú fyrri fór 16-16.
 
LA Clippers 112-116 Miami Heat
Sjö liðsmenn Heat splæstu í 10 stig eða meira í leiknum, þið gátuð rétt, LeBron James var að sjálfsögðu stigahæstur, 31 stig, 8 fráköst og 12 stoðsendingar. Hjá Clippers var Blake Griffin með 43 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar, NBA Fantasy-spilarar hafa vafalítið brosað út í annað, amk þeir sem tefla fram Griffin. Þá var þetta einnig í fyrsta sinn í áratug sem Heat vinna alla deildarleiki sína gegn Clippers.
 
Topp 10 tilþrif næturinnar:
  
Úrslit næturinnar:
FINAL
 
7:00 PM ET
LAL

Los Angeles Lakers

119
W
CLE

Cleveland Cavaliers

108
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
LAL 36 34 28 21 119
 
 
 
 
 
CLE 17 32 31 28 108
  LAL CLE
P Kelly 26 Miles 27
R Blake 10 Varejao 13
A Blake 15 Varejao 5
 
Highlights
 
Fréttir
- Auglýsing -