Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í nótt þar sem Indiana Pacers tóku 3-1 forystu gegn New York Knicks og San Antonio Spurs komust í 3-2 gegn Golden State Warriors.
Indiana 93-82 New York (Indiana 3-1 New York)
George Hill var stigahæstur í liði Indiana með 26 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar en hjá Knicks var Carmelo Anthony með 24 stig og 9 fráköst. Pacers eru ógnvænlegir á heimavelli þessa úrslitakeppnina, eru 5-0, og allir sigrarnir með 10 stigum eða meira!
San Antonio 109-91 Golden State (San Antonio 3-2 Golden State)
Tony Parker gerði 25 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Spurs en atkvæðamestur í liði Golden State var Harrison Barnes með 25 stig og 7 fráköst en Stephen Curry hafði hægt um sig með aðeins 9 stig og 1 af 7 í þristum. Þá var Curry einnig með 8 stoðsendingar.
Tilþrif næturinnar



