Átta liða úrslitum í NBA deildinni lauk í nótt. San Antonio Spurs varð síðasta liðið til að komast í undanúrslit í vestrinu með 4-3 sigri á Dallas en Spurs völtuðu yfir Dirk og félaga í gær 119-96 í oddaleiknum. Öllu meiri spenna var í oddaleik Raptors og Nets þar sem Nets mörðu 103-104 útisigur í oddaleiknum og mæta Miami í undanúrslitum.
Tony Parker setti 32 stig í sigurliði Spurs í nótt en Dirk Nowitzki gerði 22 stig í liði Dallas. Hjá Brooklyn var Joe Johnson með 26 stig en Kyle Lowry gerði 28 stig í liði Toronto. Lowry gat stolið sigrinum fyrir Raptors í síðustu sókninni í nótt en Paul Pierce varði skotið frá honum, rándýrt blokk!
Toronto 103-104 Brooklyn
Brooklyn vann einvígið 4-3 og mætir Miami í undanúrslitum.
San Antonio 119-96 Dallas
San Antonio vann einvígið 4-3 og mætir Portland í undanúrslitum.
Topp 5 tilþrif næturinnar:
Mynd/ Paul Pierce hafði ríka ástæðu til að brosa eftir varnartilþrif næturinnar