Miami Heat og San Antonio Spurs opnuðu undanúrslitaeinvígi sín með stórsigrum. Miami skellti Brooklyn 107-86 og var það jafnframt fyrsti sigur Miami gegn Brooklyn á leiktíðinni! Þá hafði San Antonio Spurs öruggan 116-92 sigur á Porland.
Miami 1-0 Brooklyn
LeBron James var með 22 stig og 5 fráköst í liði Heat og Chris Bosh bætti við 15 stigum og 11 fráköstum. Deron Williams og Joe Johnson voru atkvæðamestir í liði Brooklyn báðir með 17 stig. Þá gerðist það í fyrsta sinn á ferlinum hjá Kevin Garnett, miðherja Brooklyn, að hann skoraði ekki í leik í úrslitakeppninni en hann lék í tæpar 16 mínútur í leiknum í nótt.
San Antonio 1-0 Portland
Þá er það hver stórleikurinn sem rekur annan hjá Frakkanum Tony Parker sem setti 33 stig og 9 stoðsendingar í sigri Spurs í nótt. LaMarcus Aldridge gerði 32 stig og tók 14 fráköst í liði Portland. Tim Duncan var með 12 stig og 11 fráköst hjá Spurs og var að leika sinn 219. leik í úrslitakeppni NBA eða jafn margir leikir og Portland sem félag hefur leikið í úrslitakeppninni!
Topp 5 tilþrif næturinnar: