spot_img
HomeFréttirSpurs og Lakers jöfnuðu

Spurs og Lakers jöfnuðu

 
Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem LA Lakers og San Antonio Spurs tókst að jafna metin í rimmum sínum. Manu Ginobili snéri aftur í liði Spurs en hann missti af fyrsta leiknum gegn Grizzlies sökum tognunar í olnboga.
Oklahoma 106 – 89 Denver
Oklahoma 2-0 Denver
Ty Lawson var stigahæstur hjá Denver með 20 stig og 4 fráköst en Kevin Durant var stigahæstur hjá Oklahoma með 23 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Liðsfélagi Durant, Russell Westbrook bætti við 21 stigi og 7 stoðsendingum.
 
San Antonio 93 – 87 Memphis
San Antonio 1-1 Memphis
Þrír leikmenn Spurs voru jafnir með 16 stig í nótt en stigahæstur var Manu Ginobili með 17 stig en hann missti af fyrsta leik liðanna sökum tognunar í olnboga. Sam Young var stigahæstur hjá Memphis með 17 stig en Spánverjinn Marc Gasol gerði 12 stig og tók 17 fráköst.
 
LA Lakers 87 – 78 New Orleans
LA Lakers 1-1 New Orleans
Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers með 17 stig og 11 fráköst og Kobe Bryant hafði fremur hægt um sig með aðeins 11 stig í leiknum. Hjá Hornets var Trevor Ariza með 22 stig og 7 fráköst og Chris Paul bætti við 20 stigum og 9 stoðsendingum.
 
Mynd/ Andrew Bynum var stigahæstur hjá Lakers í nótt
 
Fréttir
- Auglýsing -