spot_img
HomeFréttirSpurs komnir í 2-0

Spurs komnir í 2-0

San Antonio Spurs eru komnir í 2-0 gegn Oklahoma City Thunder í úrslitum vesturstrandarinnar í NBA. Liðin mættust öðru sinni í nótt þar sem Spurs fóru með 120-111 sigur af hólmi. Sigurinn í nótt var tuttugasti sigurleikur Spurs í röð!
Tony Parker var fremstur á meðal jafningja í liði Spurs með 34 stig, 8 stoðsendingar og 3 fráköst og Manu Ginobili bætti við 20 stigum af bekknum. Hjá Oklahoma var Kevin Durant með 31 stig, James Harden 30 stig og 7 fráköst og Russell Westbrook gerði 27 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 7 fráköst.
 
Þriðji leikur liðanna fer fram aðfararnótt föstudags en nú færist einvígið yfir á heimavöll Oklahoma.
 
Mynd/ Tony Parker og félagar í Spurs hafa unnið 20 leiki í röð!
 
  
Fréttir
- Auglýsing -