spot_img
HomeFréttirSpurs jörðuðu Clippers í Staples Center

Spurs jörðuðu Clippers í Staples Center

Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Chicago Bulls og LA Clippers fengu kennslustund á heimvelli. Meistarar Miami komu þá í heimsókn til Bulls og San Antonio Spurs lögðu leið sína í Staples Center.
 
Chicago 67-86 Miami
LeBron James gerði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Miami í leiknum. Dwyane Wade bætti við 17 stigum, 8 fráköstum og 5 stoðsendingum. Hjá Bulls var Carlos Boozer stigahæstur með 12 stig og 11 fráköst. Sigurganga Heat telur nú níu leiki í röð en þetta var, merkilegt nokk, fyrsti sigur Miami í Chicago síðan LeBron James gekk í raðir Miami. Að sama skapi voru þessi 67 stig frá Bulls það minnsta sem þeir hafa skorað í leik á tímabilinu.
 
LA Clippers 90-116 San Antonio
Tony Parker fór mikinn í liði Clippers með 31 stig og 7 stoðsendingar en besti maður stjörnuleiksins, Chris Paul, hefur líkast til lyft sér aðeins of mikið upp eftir Houston-helgina og kláraði með 4 stig í liði Clippers!
 
Tilþrif næturinnar:
  
Fréttir
- Auglýsing -