San Antonio Spurs valtaði sér leið inn í úrslit vesturstrandarinnar í NBA deildinni í nótt. Það gerðu „Pop“ og lærisveinar með 4-2 sigri í seríunni gegn Houston og sigur í leik næturinnar þar sem lokatölur voru 75-114!
Það er því ljóst að það verða Golden State og San Antonio sem mætast í úrslitum vesturstrandarinnar en austanmegin er Cleveland komið í úrslit og bíðum við til að sjá hvort það verði Boston eða Washington sem mæti LeBron og félögum en Boston leiðir einvígið 3-2.
LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Spurs í nótt með 34 stig og 12 fráköst og þá bætti Jonathon Simmons við 18 stigum og 4 stoðsendingum. Hvorki Kawhi Leonard né Tony Parker léku með Spurs í nótt vegna meiðsla sem gerir sigurinn jafnvel aðeins athyglisverðari. Hjá Houston var Trevor Ariza með 20 stig og 5 fráköst.
Myndbönd næturinnar