spot_img
HomeFréttirSpurs í 2-1 og slátruðu Heat

Spurs í 2-1 og slátruðu Heat

San Antonio Spurs tók í nótt 2-1 forystu gegn Miami Heat í úrslitum NBA deildarinnar og það með engum smá sigri, 113-77! Fyrri hálfleikur var jafn á tölurnar en Spurs unnu þriðja með 9 stiga mun og svo unnu þeir fjórða 35-14!
 
Spurs skelltu niður 16 þristum í leiknum sem er NBA met í úrslitum deildarinnar og jafnframt er 36 stiga ósigur sá stærsti í sögu Miami Heat í úrslitakeppninni. Sagnaritarar höfðu því í nógu að snúast á leiknum í nótt.
 
Danny Green og Gary Neal settu einnig persónuleg met í leiknum, Green með 27 stig á 30 mínútum og Neal 24 á 25 mínútum en Green var 7 af 9 í þristum. Dwyane Wade var stigahæstur hjá Heat með 16 stig og 5 stoðsendingar og LeBron James bætti við 15 stigum, 11 fráköstum og 5 stoðsendingum.
 
Svo þarf ekkert að fjölyrða um framlag Kawhi Leonard en kappinn fær það vandasama hlutverk að gæta LeBron James og gerir það vel ásamt því að skila af sér 14 stigum, 12 fráköstum, 4 stolnum boltum og 2 stoðsendingum. Fjórða viðureign liðanna fer svo fram aðfararnótt föstudags og þá aftur á heimavelli Spurs.
 
Topp 5 tilþrif leiksins
 
 
Mynd/ Kawhi Leonard líkt og flestir aðrir leikmenn Spurs var í góðum gír í þriðja leiknum gegn Heat í nótt.
  
Fréttir
- Auglýsing -