spot_img
HomeFréttirSpurs burstuðu Cleveland og hafa unnið átta í röð

Spurs burstuðu Cleveland og hafa unnið átta í röð

Í nótt fóru átta leikir fram í NBA deildinni þar sem San Antonio Spurs unnu sinn áttunda deildarleik í röð. Fórnarlambið að þessu sinni voru liðsmenn Cleveland Cavaliers en lokatölur voru 90-125 á heimavelli Cleveland.
Patrick Mills kom sterkur af bekknum hjá Spurs og setti 20 stig fyrir gestina en þeir Tony Parker og Danny Green bættu svo við 19 stigum. Hjá Cleveland var Antawn Jamison með 15 stig en sjö liðsmenn Cleveland gerðu 10 stig eða meira í leiknum.
 
Þá tók LA Lakers á móti New Jersey í nótt þar sem lokatölur voru 91-87 Lakers í vil. Kobe Bryant var stigahæstur með 24 stig en Pau Gasol bætti við 22 stigum og 12 fráköstum. Hjá New Jersey var Deron Williams með 20 stig. Kobe Bryant gerði út um leikinn þegar sex sekúndur voru eftir en þá leiddu Lakers 88-87 þegar Kobe skellti niður þrist sem dansaði myndarlega á hringnum áður en hann ákvað að húrra sér niður.
 
Önnur úrslit næturinnar:
 
Toronto 92-87 Charlotte
Indiana 112-104 New York
Miami 99-93 Philadelphia (LeBron með 41)
Detroit 102-95 Orlando
Memphis 98-94 Golden State
Sacramento 100-109 Phoenix
 
Staðan í deildinni
2011-2012 CONFERENCE REGULAR SEASON STANDINGS
EASTERN CONFERENCE
Eastern W L PCT GB CONF DIV HOME ROAD L 10 STREAK
Chicago1x 42 13 0.764 0.0 31-7 10-1 21-6 21-7 6-4 L 2
Miami2x 38 14 0.731 2.5 29-8 8-3 22-2 16-12 7-3 W 1
Indiana3 32 21 0.604 9.0 21-16 4-3 17-7 15-14 7-3 W 2
Boston4 30 22 0.577 10.5 23-12 6-4 19-8 11-14 7-3 W 5
Orlando5 32 22 0.593 9.5 25-14 7-5 18-10 14-12 4-6 L 4
Fréttir
- Auglýsing -