spot_img
HomeFréttirSpurs burstuðu Cavs - Westbrook landar 37. þrennunni

Spurs burstuðu Cavs – Westbrook landar 37. þrennunni

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Ríkjandi NBA-meistarar Cleveland Cavaliers fengu útreið hjá Pop kallinum og Spurs, lokatölur 103-74 Spurs í vil. Allir 13 leikmenn Spurs skoruðu í leiknum og atkvæðamestur var Kawhi Leonard með 25 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar en LeBron James hjó nærri þrennunni hjá Cleveland með 17 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.

Með sigrinum í nótt landaði Spurs sínum 57. sigri í deildinni og eru í 2. sæti á vesturströndinni með 57 sigra og 16 tapleiki en á toppnum eru Curry og félagar í Golden State með 59 sigra og 14 tapleiki.

Russell Westbrook splæsti í 37. þrennuna á tímabilinu í nótt með naumum 91-92 útisigri gegn Dallas Mavericks. Westbrook var með 37 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar fyrir Oklahoma en Nerlens Noel og Wesley Matthews voru báðir með 15 stig hjá Dallas. Westbrook gerði svo sigurstig leiksins með stökkskoti þegar sjö sekúndur lifðu leiks. Dallas reyndi þrist fyrir sigrinum sem vildi ekki niður.

Úrslit næturinnar

Toronto 131-112 Orlando
New York 109-95 Detroit
San Antonio 103-74 Cleveland
Dallas 91-92 Oklahoma
Sacramento 91-90 Memphis
Utah 108-100 New Orleands

Myndbönd næturinnar
 

Mynd/ Kawhi Leonard – af mörgum talinn einn af bestu leikmönnum NBA-deildarinnar í dag.

Fréttir
- Auglýsing -