10:41
{mosimage}
(Parker fór á kostum og var duglegur að spila uppi samherja sína)
San Antonio Spurs hafa tekið 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturstrandarinnar eftir 105-96 sigur á Utha Jazz í nótt. Sterkur annar leikhluti hjá Spurs var grunnurinn að góðum sigri þar sem Spurs unnu annan leikhlutann 32-17.
Tim Duncan er enn í tvennuáskrift og í nótt setti hann niður 26 stig og tók 14 fráköst en auk þess var hann með 5 varin skot og 4 stoðsendingar. Tony Parker landaði einnig tvennu fyrir Spurs með 17 stig og 14 stoðsendingar og var megnið af þessum stoðsendingum sem gáfu þriggja stiga körfur þar sem Spurs hittu úr 13 slíkum í leiknum af 26 tilraunum og voru því með 50% vítanýtingu.
Hjá Jazz var Carlos Boozer enn eina ferðina að draga vagninn með 33 stig og 15 fráköst en næstur honum kom Deron Williams með 26 stig og 10 stoðsendingar.
Tony Parker sagði eftir leikinn í nótt að Utah væru með sínum leik að hvetja Spurs til að taka skot fyrir utan. ,,Í hvert skipti sem ég brýst upp að körfunni þá eru aðrir leikmenn Spurs fríir fyrir utan og því eru Utah að hvetja okkur til að taka skot fyrir utan og í þessum leik þá vorum við að setja þessi skot niður,” sagði Parker.
Nú færisti einvígi Spurs og Jazz til Salt Lake City þar sem næstu tveir leikir verða á heimavelli Jazz.



