Stór dómur féll í viðureign Hauka og Grindavíkur í gær þegar ólögleg hindrun var dæmd á Hauka á lokasekúndum leiksins. Benedikt Grétarsson útsendari SportTV var á staðnum og náði þessu á myndband og gerir þessu skil í ítarlegri leikskýrslu Sport TV um spennuslaginn í Schenkerhöllinni í gær.



