spot_img
HomeFréttirSport.is: Teitur Örlygsson: Hörmum þetta atvik og á því hefur verið tekið...

Sport.is: Teitur Örlygsson: Hörmum þetta atvik og á því hefur verið tekið innan Stjörnunnar

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði í samtali við Sport.is í kvöld að félagið hafi þegar tekið á atviki Fannars Helgasonar sem gerðist í leik liðsins gegn Keflavík á dögunum. Teitur sagði félagið harma atvikið og vænta megi yfirlýsingar vegna þess á morgun. Teitur gat ekki farið nánar útí það í kvöld hvernig félagið hafi tekið á þessu máli en það kemur í ljós á morgun.
Fannar Helgason gaf Val Orra Valssyni, leikmanni Keflavíkur, tvö olnbogaskot í leik liðanna á dögunum og vildu Keflvíkingar sjá hvað Stjarnan myndi sjálf gera í málinu áður en það yrði mögulega kært. Svo virðist sem Stjarnan ætli að taka á þessu innan eigin raða og kemur það væntanlega í ljós á morgun hvort sú niðurstaða sé hugnist Keflvíkingum.
 
Fréttir
- Auglýsing -