spot_img
HomeFréttirSpjallmenn velta fyrir sér úrslitum NBA

Spjallmenn velta fyrir sér úrslitum NBA

Hópurinn NBA spjallið – Where Amazing Happens er afar virkur á Facebook og telur í dag 2152 meðlimi og þar er ekki töluð vitleysan. Nú styttist óðar í úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Karfan.is fór þess á leit við spjallarana að rýna í rimmuna og hér að neðan eru nokkrir punktar sem skriðu fram í dagsljósið:

 

Þetta höfðu spjallmenn m.a. að segja í þræðinum sem við settum upp fyrir þá á Facebook-síðunni:

Teitur Örlygsson:
Ég spái Cavs í 6 leikjum. Uncle Drew fær heila viku í viðbót til jafna sig. Þeir eru með Lebron James og supporting castið hans komið með sjálfstraust. Annars er draumurinn 7 leikir og la.la.læti.

Sveinbjörn Skúlason:
Þa? er ekki ma?ur á þessari plánetu sem getur stoppa? Lebba. Miki? andskoti er ég samt spenntur fyrir því a? sjá Dreymond slást vi? hann. Ver?ur æ?islegt match up.

Jóhann Ólafur Jóhannsson 
LeBron kemst allavega á háan stall hjá mér ef hann nær að leiða þetta haltrandi Cavs lið alla leið og sækir hring. Hinsvegar efa ég það og held með mínum manni Steph, væri samt rosalegt ef LeBron gæti leitt þá til sigurs.

Benedikt Grétarsson 
Menn fókusa svolítið mikið á að Warriors eigi engan sem geti hangið í beastinu LeBron James en eiga Cavs menn til að hanga í Curry/Thompson í sjö leikja seríu?

Elvar Steinn Traustason 
Ég skal alveg viðurkenna að ég er farinn að kaupa hlutabréf í Cavs.inc og það eina sem gerir þetta einvígi áhugavert er að LeBron nældi í rúma viku í hvíld fyrir sig og Kyrie. Held samt að Cavs eigi eftir að reka sig á það að GSW er ekki að fara að henda frá sér leikjum í lokin eins og Atlanta. LeBron vinnur 2 leiki fyrir Cavs uppá sitt einsdæmi en GSW er bara með of gott lið bæði varnarlega og sóknarlega til að LeBron taki þetta einsamall. GSW með haug af mönnum til að henda í LeBron, engann sem getur stoppað hann en þeir geta hent ferskum manni á hann trekk í trekk(Iggy, Green og Thompson í stuttar rispur).
x-factorinn í þessu er Bogut, ef hann er heill og getur spilað í 30 mín í leik og verið fyrir LeBron þegar hann veður á körfuna þá taka GSW þetta í 6.

Guðmundur S. Bergmann 
Liðin deildu með sér 2 deildarleikjum. Bæði lið unnu heimaleiki sína en LeBron hvíldi leikinn í Oakland og var með 42 stig á 60% nýtingu og 11 fráköst í heimaleiknum. Love spilaði þó báða leikina. 
Warriors eiga slatta af leikmönnum til að fleygja í LeBron og Cavs eiga slatta til að henda í Curry og Thompson.
LeBron er ennþá besti körfuboltamaðurinn í dag og er að sýna það hér með því að komast enn og aftur í úrslit. Það verður þó að segjast, þetta Warriors lið svipar nokkuð til Spurs liðsins sem tók titil í fyrra.

Jakob Þór Combs 
Èg vona að GSW taki þetta í 7. Ef að það er einhver sem að getur hægt aðeins á Lebba þá er það Green. Hann stóð sig eins og hetja á móti Harden í gær sem og allt GSW liðið.

Sigurður Einar Einarsson 
Ef Irving er heill þá held ég að þeir byrji með hann á Curry. Svipað stórir, svipað fljótir og Irving vill taka aðeins á mr MVP og sýna öllum að hann er ekkert síðri. 
Samála Kjartani að Lebron er ekki að fara í eltingarleik við klay en Shumpert væri til í þá baráttu.
Lebron er samt sá höfuðverkur sem öll lið þurfa að eiga við og er erfit að finna einn varnarmann sem getur hægt verulega á honum. Ég er viss um að þeir eigi eftir að prófa marga á honum Barnes/Green/ Klay fá allir tækifæri og þarf Golden State að velja hvort að þeir ætla að tvöfalda mikið á hann og gefa skyttum Cleveland opinn skot eða loka á skytturnar og sjá hvort að Lebron getur nánast gert þetta einn. 
Miða við playoffs í ár þá myndi ég tvöfalda mikið og láta JR Smith aldrei hætta að skjóta.

Jóhannes Albert Kristbjörnsson
Þetta er klassísk sjö leikja sería. Bæði lið með leikmenn sem ekki verða stöðvaðir sóknarlega og valda "matchup" vandræðum. Green g. Thompson verður jafnáhugavert og hver dekkar Lebron, Curry eða Klay. Iggy, Barnes, Klay og Livingston eiga 24 villur að spreða á Bron-bron en Green er sá eini sem á séns í hann. Hver á þá að koma í veg fyrir að TT taki 10 sóknarfráöst? Skemmtilegast verður að horfa á knattmeðferðarsnillingana Irving og Curry skilja skömmustulega varnarmenn eftir um allan völl. Rekur ekki minni til (og hef nokkuð marga áratugi til viðmiðunar) að nokkru sinni hafi mættst í Finals lið sem hafa jafn marga leikmenn sem eru líklegir til að detta í "óstöðvandi gírinn" og setja 10-15 í röð, sbr. Lebron, JR Smith, Irving, Curry, Thompson og Barnes. Þessi sería er "must-watch",og verður söguleg, sama hvernig hún fer!

Róbert Stefán Róbertsson
LeBron er geggjaður en verða menn ekki bara að sætta sig við að körfubolti er liðsíþrótt eins og við sáum fyrir ári síðan. Eins góður og Lebron er þá getur hann ekki borið liðið sitt til sigurs í fjórum leikjum gegn liði sem er að eiga season sem er á pari við það besta sem gerst hefur í sögu NBA. Ætla samt að vera bjartsýnn og segja að hann nái að vinna 2 leiki. Dubs í 6.

Þórólfur Heiðar Þorsteinsson 
Talent, chemistry og coaching vinna þessa deild. Bæði þessi lið hafa tonn af þessu. En Warriors hafa meira talent. Dubs í 5 – kannski 6 ef LBJ heldur áfram að spila eins og hann sé andsetinn.

Ari Egilsson
Held með Cavs en er hræddur um að GSW nái að vinna seríuna þegar splash bræður raða þristum inn í video game tryllingi í nokkrum leikjum. 4-2 f. GSW. Fáum klay hér í fílíng:

Stefán Hrafn Hagalín 
Dova á eftir að tjóna Curry eða Klay. Þið vitið að curse-ið er enn í gangi. Þar með jafnast leikurinn og Cavs taka þetta í 7.

Þórarinn Snorrason 
Curry á eftir að leyða þetta lið Warriors til sigurs. verður jafnt einvígi og fer í 7 leiki.

Sveinn Rúnar Eiríksson 
Þetta er bara spurning um hvort liðið spilar betri vörn. Tek Golden State alltaf framyfir þar auk þess sem þeir hafa meiri breidd.. 4-2 eða 4-3 þar sem heimavöllurinn verður allsráðandi.

Raggi Gunn 
Ég tel Warriors taka þetta í 5 eða 6 leikjum. Byggi þetta helst á því að Warriors eru með dýpri bekk og þó þeir hafi hikstað dulítið í nokkrum leikjum til þessa hafa þeir ávallt komið til baka og sýnt úr hverju þeir eru gerðir. Curry búinn að vera óstöðvandi, og Draymond Green frábær. Klay búinn að hitta fremur illa, en ef hann nær skotinu sínu í úrslitunum á Cavs enn minni séns. Cleveland liðið er fremur laskað. Love úr leik og Irving meiddur allsstaðar.

Fréttir
- Auglýsing -