spot_img
HomeFréttirSpilað verður án áhorfenda næstu 2-3 vikurnar - Frekari leiðbeiningar væntanlegar

Spilað verður án áhorfenda næstu 2-3 vikurnar – Frekari leiðbeiningar væntanlegar

Á morgun munu hertar samkomutakmarkanir taka gildi samkvæmt yfirvöldum. Í þeim er gert ráð fyrir að íþróttir með snertingu verði leyfðar, en að áhorfendur verði ekki leyfilegir á íþróttaviðburðum.

Hér má lesa tilkynningu Heilbrigðisráðuneytissins

Í tilkynningunni segir að Heilbrigðisráðherra hafi fallist á tillögu sóttvarnalæknis um hertari samfélagslegar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og að ný reglugerð þess efnis taki gildi á morgun mánudaginn 5. október.

Enn frekar er tekið fram að ekki verði gert ráð fyrir áhorfendum á íþróttaviðburðum, þó að þeir geti farið fram. Á þeim skal þó virða eins meters nándartakmarkanir í búningsklefum og sótthreinsa þarf öll keppnisáhöld milli notenda eins og kostur er.

Von er á frekari leiðbeiningum frá ÍSÍ og KKÍ, en þau munu vera væntanleg í dag. Líklegt þykir þó að samböndin muni líkt og síðustu mánuði, fara eftir þeim tilmælum sem Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Samkvæmt tillögunum er lagt til að aðgerðirnar gildi í 2-3 vikur þar sem að ekki sjáist árangur af þeim fyrr en eftir þann tíma. Því mætti gera ráð fyrir því að, í hið minnsta, áhorfendur yrðu ekki leyfðir á kappleikjum fyrr en einhverstaðar á tímabilinu 19. til 26. október næstkomandi.

Fréttir
- Auglýsing -