spot_img
HomeFréttirSpilað utandyra á laugardag í NBA

Spilað utandyra á laugardag í NBA

 Nú á laugardag munu lið Pheonix Suns og Denver Nuggest etja kappi í æfingaleik fyrir komandi tímabil í NBA. Þessi leikur væri svo sem ekki frásögufærandi nema í þetta skiptið verður leikið undir berum himni.  Leikurinn verður háður á Wells Tennis vellinum í Indian Wells, California.  Þetta verður fyrsti leikur milli NBA liða sem mun fara fram utandyra.  Hinsvegar spiluðu lið New York og Indiana í WNBA leik utan dyra í sumar  á Atrhur Ashe Stadium í New York. Rúmlega 19000 manns mættu á þann leik.

Fréttir
- Auglýsing -