spot_img
HomeFréttirSpennuþrunginn úrslitaleikur á Akranesi

Spennuþrunginn úrslitaleikur á Akranesi

11:46 

{mosimage}

 

 

Æsispennandi úrslitaleikur í 2.deildinni fór fram á Jaðarsbökkum á Akranesi nú helgina þar sem Þróttur hafði sigurorð yfir Reynismönnum í tvíframlengdum leik þar sem lokatölur voru 105-102.

 

Leikurinn byrjaði vel fyrir Þróttarmenn þar sem Rúnar Erlingsson var að stjórna leik liðsins virkilega vel en hann skoraði 12 stig af 26 stigum liðsins í fyrsta fjórðungi. Nafni hans hjá Reynisliðinu var einnig að spila vel og skilaði niður 8 stigum í fjórðungnum. Liðin skiptust á að skora og var vörnin algjört aukaatriði á þessu tímabili. Hinrik Arnórsson kom sterkur inn af bekknum hjá Reynismönnum og skoraði 6 stig í röð og kom þeim yfir í stöðuna 32-30. Hálfleikstölur voru 40-41 og Suðurnesjaslagurinn í járnum.

 

Reynismenn komu gífurlega ákveðnir úr hálfleiknum á meðan Þróttarar gleymdu leik sínum inn í klefa og á 6 mínútna kafla skorðuðu reynismenn 21 stig á móti 2 stigum Þróttara þar sem Þjálfarar Reynis Hlynur og Rúnar voru að spila virkilega vel. Leikhlutinn endaði í 69-53 fyrir Reynismönnum og leikur Þróttara ekki traustvekjandi.

 

4.leikhluti byrjaði með miklum látum fyrir Þróttara þar sem Arnar Smárason og Rúnar Ingi skoruðu saman 14 fyrstu stig Þróttara og komu liðinu í stöðuna 69-77. Reynismenn náðu þó að svara og komu sér í  82-71 þegar 3 mínutur voru eftir og leikurinn virtist búinn. En Þróttarar voru ekki á því að gefast upp og skoruðu síðustu 11 stig leiksins þar sem Þorbergur Þór skoraði 7 stig og Rúnar Ingi jafnaði 82-82 eftir frábæra vörn. Rúnar Ingi fékk sína 5.villu á 1 mínútu framlengingarinnar og þurfti þjálfari Þróttarmanna að stíga inn á völlin ískaldur eftir stjórnarsetu á bekknum, liðin áfram að skiptast á að skora og náðu hvorugt liði yfirhöndinni.

 

{mosimage}

 

Á 4 mínútu Braut Þorbergur af sér á Hinriki sem var í þriggja stiga skoti og fékk síðan tæknivillu í kjölfarið sem var hans fimmta villa. Hinrik setti niður 4 vítaskot og kom Reynismönnum í stöðuna 95-92 og rétt rúm mínúta eftir. Þróttara sóttu síðan stíft á körfuna þar sem brotið var á Ingva og setti hann niður tvö vítaskot(94-95), Reynismenn fóru síðan í sókn og töpuðu þar boltanum. Reynismenn brutu enn og aftur á Ingva þegar nokkrar sekúndur voru eftir og hitti hann úr seinna vítinu og jafnaði þar með leikinn og tvíframlengdur leikur niðurstaðan.

 

Seinni framlengingin var eign Þróttara þar sem Arnar Smárason skoraði 8 af 10 stigum Þróttar en vörn þeirra var einnig virkilega góð á þessum kafla og áttu Reynismenn erfitt uppdráttar þar sem lykilmenn voru komnir útaf með 5 villur, Hinrik Óskarsson átti síðan flautukörfu fyrir Reynismenn og sigur þróttara í höfn 105-102 í bráðskemmtilegum úrslitaleik.

 

 

Gangur leiksins:9:6, 23:19,26:24,30:30, 34:37,40:41, 44:51,46:55,53:69,60:75,73:82,82:82, frl: 86:86,91,:88,99:97, 105:102

 

Stig Þróttar: Rúnar Ingi Erlingsson 27,Arnar Smárason 20,Grétar Garðarsson 18, Ragnar Skúlason 16, Þorbergur Þór Heiðarsson 16, Ingvi Steinn Jóhannsson 8.

 

Stig Reynis:.Rúnar Pálsson 22, Hinrik Óskarsson 16,Hlynur Jónsson 16, Kolbeinn Jósteinsson 15, Hilmar Arnórsson 15,Magnús Sigurðsson 10, Einar Bjarkason 8.

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -