Lokaumferð 1. deildar fer fram á föstudag og ræðst þá hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Höttur hefur þegar tryggt sér sæti í Dominosdeildinni að ári en FSu, Hamar, ÍA og Valur munu berjast um hitt lausa sætið.
Í lokaumferðinni tekur ÍA á móti Hetti, KFÍ fær Hamar í heimsókn, Valur heimsækir Breiðablik og FSu fer á Akureyri og spilar við Þór. Fari svo að FSu, Hamar, ÍA og Valur vinni öll þá mætast Hamar og ÍA annars vegar og Valur og FSu hins vegar. Sama gerist ef öll þessi fjögur lið tapa.
Ef Hamar og Valur vinna og FSu og ÍA vinna bæði eða tapa bæði þá er sama staðan enn, Hamar – ÍA og Valur – FSu. Sama gerist þó FSu vinni líka. Ef Hamar og Valur vinna en ÍA vinnur og FSu tapar þá er það Hamar – FSu og Valur – ÍA.
Ef Hamar vinnur, Valur tapar, FSu og ÍA vinna þá er það Hamar – ÍA en FSu fær heimaleikjaréttinn gegn Val. Ef Valur vinnur, Hamar tapar, FSu og ÍA vinna þá er það Valur – ÍA og FSu – Hamar.
Ef Valur og Hamar tapa, FSu vinnur en ÍA tapar þá er það Hamar – ÍA og Valur – FSu. Ef Valur og Hamar tapa, ÍA vinnur og FSu tapar þá er það ÍA – FSu og
Hamar – Valur. Ef Valur og Hamar tapa en ÍA og FSu vinna þá er það ÍA – FSu og Hamar – Valur.
Það má því segja að það verði spenna á öllum vígstöðvum annað kvöld.
Hamar getur orðið númer 2, 3 eða 4
Valur getur orðið númer 2, 3 eða 4
FSu getur orðið númer 3, 4 eða 5
ÍA getur orðið númer 2, 4 eða 5
Möguleikarnir eru því
Hamar – ÍA og Valur – FSu
Hamar – FSu og Valur – ÍA
Hamar – ÍA og FSu – Valur
Valur – ÍA og FSu – Hamar
ÍA – FSu og Hamar – Valur
Lokaumferð deildarinnar
| 20-03-2015 19:15 | ÍA | Höttur | |
| 20-03-2015 19:15 | KFÍ | Hamar | |
| 20-03-2015 19:15 | Breiðablik | Valur | |
| 20-03-2015 20:00 | Þór Ak. | FSu |
Staðan í 1. deild karla
| Deildarkeppni | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| Nr. | Lið | U/T | Stig | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1. | Höttur | 16/4 | 32 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 2. | Hamar | 13/7 | 26 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 3. | Valur | 13/7 | 26 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 4. | FSu | 12/8 | 24 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 5. | ÍA | 12/8 | 24 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 6. | Breiðablik | 8/12 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 7. | KFÍ | 5/15 | 10 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| 8. | Þór Ak. | 1/19 | 2 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||



