spot_img
HomeFréttirSpánverjar geta spilað

Spánverjar geta spilað

Lamar Odom, leikmaður L.A. Lakers, er einn þeirra leikmanna sem er að reyna komast í bandaríska landsliðið fyrir HM í Tyrklandi. Hann telur ríkjandi heimsmeistara Spánverja vera sigurstranglegasta liðið fyrir heimsmeistaramótið.
Bandaríkin eru nú ávallt afar líkleg og það veit Odon og taldi hann sitt eiga góða möguleika. ,,Við erum ungir og okkar lið vill spila og vinna.”
 
Odom nefndi Marc Gasol og Rudy Fernandez sterkustu leikmenn spænska liðsins. ,,Spánn er frábært lið sem spilar agaðan bolta. Við verðum að vera vel undirbúnir,” sagði hann.
 
 
Mynd: Lamar Odom vill vera í Tyrklandi í september.
 
Fréttir
- Auglýsing -