Spánverjar eru komnir inn í undanúrslit Evrópumeistaramótsins í körfuknattleik eftir 90-60 sigur á Serbum í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í dag. Þegar þetta er ritað er önnur viðureign 8-liða úrslitanna hafin en þar eigast við heimamenn í Slóveníu og Frakkland.
Sergio Rodriguez var stigahæstur í sigurliði Spánverja gegn Serbum með 22 stig og þá var Rudy Fernandez með 19 stig. Spánverjar hófu leikinn með látum, komust í 17-2 og Serbar áttu einfaldlega ekki afturkvæmt eftir það.
Mynd/ Spánverjar kláruðu dæmið snemma gegn Serbum í dag.



