spot_img
HomeFréttirSpánn og Makedónar áfram: Litháar slegnir út

Spánn og Makedónar áfram: Litháar slegnir út

 
Tveir leikir fóru fram í kvöld í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar sem nú stendur yfir í Litháen. Spánverjar komust örugglega áfram eftir öruggan sigur á Slóvenum og Makedónar slógu út heimamenn í Litháen eftir mikinn slag.
Litháen 65-67 Makedónía
Ævintýri Makedóna heldur áfram og nú eru þeir komnir í undanúrslit. Bo McCalebb gerði 23 stig í leiknum fyrir Makedóna en Robertas Javtokas var með 13 stig og 6 fráköst í liði Makedóna. Vlado Ilievski setti niður rándýran þrist og kom Makedónum í 66-65 þegar 11 sekúndur voru til leiksloka, síðasta stigið kom svo af vítalínunni eftir að teigskot Litháa geigaði þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Ilievski reyndist því hetja leiksins og skoraði alls 12 stig en hann leikur með Union Olimpija Ljubljana í Slóveníu.
 
Spánn 86-64 Slóvenía
Pau Gasol bauð upp á myndarlega tvennu í kvöld með 19 stig og 16 fráköst í liði Spánverja. Hjá Slóvenum var Mirza Begic með 10 stig og 5 fráköst.
 
8-liða úrslitunum lýkur svo á morgun með viðureignum Frakka og Grikkja annarsvegar og Rússa og Serba hinsvegar.
 
Mynd/ FIBA EUROPE: Bo McCalebb var stigahæstur í liði Makedóna í kvöld sem fögnuðu gríðarlega eftir sigurinn á heimamönnum í Litháen.
 
Fréttir
- Auglýsing -