spot_img
HomeFréttirSpánn marði sigur gegn Pólverjum

Spánn marði sigur gegn Pólverjum

 
Tveimur fyrstu leikjunum á Evrópumeistaramótinu í Litháen er nú lokið en þar mörðu Spánverjar sigur gegn Pólverjum og Serbar höfðu betur gegn Ítalíu.
Lokatölur í viðureign Spánar og Póllands voru 83-78 Spánverjum í vil. Pau Gasol var stigahæstur Spánverja með 29 stig og 7 fráköst og Juan Carlos Navarro bætti við 23 stigum og Marc Gasol gerði 16 stig og tók 7 fráköst. Þá afrekaði Ricky Rubio það að taka alls fimm skot í leiknum og brenna af þeim öllum og tapa tveimur boltum. Það verður afar áhugavert að fylgjast með honum í NBA svo ekki sé meira sagt en kappinn hefur þótt gefa mikið eftir undanfarið.
 
Hjá Pólverjum var Lukasz Kozsarek með 19 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
Lokatölur í viðureign Serba og Ítala voru 80-68 Serbum í vil. Milos Tedosic og Milenko Tepic voru báðir með 15 stig í liði Serba en Tedosic bætti við 8 stoðsendingum. Hjá Ítölum var Andrea Bargnani með 22 stig og 9 fráköst.
 
Tíu aðrir leikir eru á dagskránni í dag og má nálgast nánari upplýsingar um þá á heimasíðu Evrópukeppninnar: http://www.eurobasket2011.com/en/  
 
Mynd/ Pau Gasol var stigahæstur Spánverja í dag.
Fréttir
- Auglýsing -