spot_img
HomeFréttirSpánn í undanúrslit

Spánn í undanúrslit

08:41
{mosimage}
(Pau Gasol fór fyrir sínum mönnum í dag)

8-liða úrslit í körfuboltanum á Ólympíuleikunum eru komin í gang og spilast allir leikirnir í dag. Einum leik er nú þegar lokið og voru það Spánverjar sem voru fyrstir til að tryggja sér sæti í undanúrslitum þegar þeir lögðu Króata að velli 72-59 og mæta þar Litháen eða Kína.

RÚV sýnir núna kl. 8:35 leik Kína og Litháen og kl. 14:50 verður væntanlega sýndur beint leikur Argentínu og Grikklands ef ekki þá fáum við upptöku frá leik Bandaríkjanna og Ástrala.

Spánverjar byrjuðu af miklum krafti og leiddu eftir fyrsta leikhluta með 11 stigum, 22-11. Það var alveg ljóst að allir í spánska liðinu voru meira en tilbúnir í leikinn og unnu þeir vel saman. Spánverjar náðu að halda þessu mun í öðrum leikhluta og þegar flautað var til hálfleiks var staðan, 37-26, þegar leikmenn trítluðu inn í búningsherbergi.

Leikurinn varð í raun jafn frá öðrum leikhluta og út leikinn og er ljóst að þessi góða byrjun Spánverja er í raun það sem skóp þennan sigur. Janft var á öllum tölum og sigruðu Spánverjar þriðja leikhluta með 2 stigum 14-12 og fjórði leikhluti endaði með jafn 15-15. Spánn sigraði því eins og áður segir með 13 stiga mun 72-59.

Pau Gasol var stigahæstur með 20 stig og Fernando Reyes var næstur honum með 13. Hjá Króötum var Marko Banic með flest stig eða 15 stykki og næstur honum var Zoran Planinic með 12.

Mynd: fiba.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -