Spánn varð í dag Evrópumeistari kvenna með 71-55 sigri á Frakklandi en úrslitaviðureign liðanna sem og allt mótið fór fram í Tékklandi. Þá landaði Belgía sínum fyrstu bronsverðlaunum í sögu þjóðarinnar með stórum 78-45 sigri á Grikkjum en bæði lið voru að leika sinn fyrsta bronsleik. Þetta var þriðja Evrópumótið í röð þar sem Frakkar verða að fella sig við silfur eftir úrslitaleikinn.
Sancho Lytte var stigahæst Spánverja í úrslitaleiknum með 19 stig, 8 fráköst og 2 stoðsendingar en í liði Frakklands var Celine Dumerc atkvæðamest með 15 stig og 2 fráköst.
Mynd/ Spánverjar fagna sigri á Evrópumótinu í Tékklandi.



