Í næstu viku hefjast 8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu í körfuknattleik og þar vekur kannski mesta athygli viðureign Barcelona og Real Madrid. Barcelona varð efst í E-riðli eftir undanriðla og Real Madrid hafnaði í 2. sæti í F-riðli eftir undanriðla.
Í hinum leikjunum í 8-liða úrslitum mætast:
Maccabi Electra-Partizan Belgrade
CSKA Moskva-Caja Laboral
Olympiaco-Asseco Prokom
Fyrstu fjórir leikirnir fara fram þriðjudagskvöldið 23. mars næstkomandi en Barcelona, Maccabi Electra, CSKA Moskva og Olympiacos eiga heimaleikjaréttinn í sínum viðureignum. Það lið í hverju einvígi sem fyrr vinnur 3 leiki kemst áfram í undanúrslitin.
Ljósmynd/ Ramunas Siskauskas er á leið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með liði sínu CSKA Moskvu. Siskauskas hefur leikið vel í Meistaradeildinni með 13,8 stig að meðaltali í leik.



