spot_img
HomeFréttirSpámaður Hannes enn á ferð

Spámaður Hannes enn á ferð

Þá er komið að 4 liða úrslitum beggja deilda í NBA og þegar löngu ljóst hverjir mætast þar og sjálf undanúrslitin hafin. Spá mín gekk nokkuð vel eftir í 8 liða úrslitum nema hvað New York Knicks sigraði Boston Celtics 4-2, Memphis Grizzlies unnu LA Clippers 4-2 og Chicago Bulls unnu Brooklyn Nets 4-3.
 
Þá er það spáin:
 
AUSTURDEILD
 
Miami Heat – Chicago Bulls
Spurning um að setja bara Miami sigrar í fjórum leikjum og láta þar við sitja en ég held að þetta verði ekki svo auðvelt hjá LeBron James og félögum. Chicago sýndi mikinn styrk í viðureigninni gegn Brooklyn og rátt fyrir meiðsli lykilmanna tókst þeim að skomast áfram. LeBron James er besti leikmaður deildarinnar (og valinn sá mikilvægasti í fjórða skiptið á sl. fimm árum)  og með Dwayne Wade, Chris Bosh og Ray Allen sem hjálpar kokka ætti Miami að komast nokkuð auðveldlega í gegnum Bull. Vörn Chicago er á köflum alveg frábær og gætu leikmenn Miami lent í vandræðum í einhverjum leikjum en það dugar ekki til og Miami vinnur í sex leikjum. LIðin skydlu jöfn 2-2 yfir leiktímabilið en  lið Miami er einhfaldlega of sterkt um þessar mundir. Nú far eflaust einhverjar raddir af stað um hugsanlega endurkomu Derek Rose sem yrði náttúrulega fráært en það dugar ekki til ef til kemur.
Spá: Miami Heat 4 – Chicago Bulls 2
 
New York Knicks – Indiana Pacers
Bæði liðin lentu í meiri vandræðum en þau hefði hugsanlega þurft að gera í átta liða úrsltium en náðu þó bæði að sigra á erfiðum útivöllum í síðasta leik. Hér verður um rosalega baráttuseríu að ræða og ég spái því að hún fari í sjö leiki! Indiana er eitt allra besta varnarlið deildarinnar og NY eitt besta sóknarliðið (þegar vel gengur amk). Verður athyglisvert að sjá hvort liðið ræður ferðinni í þessari viðureign. Anthony Carmelo gæti átt stórkostlega seríu fyrir NY ef hann kemst í gírinn en ef Indiana nær að stoppa aðra leikmenn NY ss. J.R. Smith og Raymond Felton þá gæti Indiana jafnvel náð að klára þessa seríu sér í hag. Hjá Indiana var Paul George að spila vel nema í síðasta leiknum gegn Atlanta þegar Roy Hibbert og David West stigu upp og leiddu liðið til sigurs. Liðin skiptu með sér sigrum í deildini í vetur unnu tvo leiki hvort lið. Athyglisvert verður að fylgjast með átökum milli Tyson Chandler og Roy Hibbert en Chandler var mjög mikilvægur í seríunni gegn Boston, spurningin er hvort honum vegni jafnvel gegn Hibbert. Mig langar að spá Indiana sigri í þessari viðureign en held ég verði að gefa New York sigurinn í sjöunda leiknum í Madison Square Garden
Spá: New York Knicks 4 – Indiana Pacers 3
 
VESTURDEILD
 
San Antonio Spurs – Golden State Warriors
Ég hef á tilfnningunni að þessi viðureign verði skemmtileg og geti farið í sjö leiki. Golden State er skemmtilegt lið sem reynir að keyra upp hraðan og Stephen Curry virðist geta skotið hvar sem hann vill á vellinum og sett hann! Varnarlega mun hann þó geta átt í vandræðum með Tony Parker sem virðist stíga upp þegar á þarf að halda. Andrew Bogut er að stíg a vel upp í úrslitakeppnini og gæti núllað út TIm Duncan með sömu spilamennsku. Ginobili gæti verið pússlið sem gerir gæfumuninn í þessari seríu. Liðin unnu tvo leiki hvort í vetur á heimavelli þannig að það má búast við spennandi seríu. Vörn San Antonio sem hefur farið batnandi eftir því sem liðið hefur á leiktímabilið verður að standast áhlaup ungu leikmannanna í Golden State ef San Antonio á að komast í úrslit vesturstrandarinnar. Held að yfir sjö leikja seríu verði það einmitt raunin.
Spá: San Antonio Spurs 4 – Golden State 3
 
Oklahoma City Thunder – Memphis Grizzlies
Meiðsli Westbrook hafa mikið að segja í þessari rimmu og mun hafa úrslitaáhrif þar sem OKC hefur hreinlega ekki nógu mikla breidd til að sigra Memphis eins og málin standa í dag. Ef Kevin Durant dettur í einhvern ofurhetjugír og skorar 50-60 stig per leik þá eiga þeir einhvern séns en ég spái Memphis sigri í þessari seríu þar sem turnarnir tveir Marc Gasol og Zach Randolph halda áfram að spila af þeim krafti sem þeir spiluðu gegn Clippers. Spennandi verður að sjá hverniig Durant vegnar á móti varnarsnillingnum Tony Allen sem getur nánast slökkt á andstæðingnum með stífri vörn. Memphis vann tvo leiki af þremur þegar liðin mættust í deildinni í vetur og í fjarveru Westbrook fellur Oklahoma City thunder úr leik gegn Memphis.
Spá Oklahoma City Thunder  2 – Memphis Grizzlies 4
  
Fréttir
- Auglýsing -