Þór Akureyri hefur samið við Paco Del Aguila fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla.

Paco er 200 cm spænskur framherji fæddur 1999, en til Akureyrar kemur hann frá Cordoba í spænsku þriðju deildinni, en hann hefur leikið með fjölmörgum liðum á síðustu árum s.s. Manresa, Caceres, Oursense og La Roda. Á rúmum 26 mínútum spiluðum að meðaltali á síðustu leiktíð skilaði Paco 6 stigum og 6 fráköstum.