Jón Arnór Stefánsson heldur áfram að brillera í spænsku deildinni en í dag spilaði lið hans, Zaragoza gegn Mutua Joventut. Zaragoza fór með nokkur öruggan sigur af hólmi, 96-73 þar sem Jón Arnór var næst stigahæstur í liði Zaragoza með 15 stig á þeim 35 mínútum sem hann spilaði.
Zaragoza eru því sem stendur í 8. sæti deildarinnar eftir 16 leiki með 8 sigra og 8 töp. Jón Arnór hefur átt góðu gengi að fagna uppá síðkastið og vonandi að það haldi áfram í næsta leik sem verður gegn Barcelona þann 22. janúar næstkomandi á útivelli.
Assignia Manresa, lið Hauks Helga Pálssonar vann virkilega sterkan sigur á Caja Laboral, 65- 76, í gærkvöldi en Laboral eru heilum 8 sætum ofar en Manresa í deildinni. Haukur Helgi spilaði 11 mínútur í leiknum og skoraði 2 stig. Haukur og lið hans Manresa eru sem stendur í 12 sæti deildarinnar og hafa sigrað 7 leiki og tapað 9.