spot_img
HomeFréttirSpáð smekkfullu húsi annað kvöld - Miðasala á netinu hafin

Spáð smekkfullu húsi annað kvöld – Miðasala á netinu hafin

Fjórði leikur KR og Hauka fer fram í DHL höllinni laugardagskvöldið 13 apríl kl 20:00. Líkt og í síðustu leikjum liðanna má búast við húsfylli og gott betur en það. 

 

Talið er að rúmlega 2500 mann hafi verið í húsinu er KR og Grindavík mættust í úrslitaleik Dominos deildarinnar fyrir ári síðan í skemmtilegum leik. Tímasetningin á þessum fjórða leik gefur tækifæri til að fjölmenna enda fátt betra á laugardagskvöldi en að mæta í Vesturbæinn á einn stærsta leik vetrarins. Því búast KR-ingar við fjölmenni og er hægt að komast hjá röð með að kaupa miða á netinu. 

 

Hægt er að kaupa miða í forsölu á http://www.kr.is/midasala til að tryggja sér miða á þennan frábæra leik. Miðaverð er 2000 kr og þarf að mæta með miðann í símanum eða útprentaðann. 

 

Fréttir
- Auglýsing -