spot_img
HomeFréttirSpáð í spilin: Sigurður Hjörleifsson

Spáð í spilin: Sigurður Hjörleifsson

13:30
{mosimage}

(Sigurður) 

Nú fáum við að sjá hvernig bikarleikirnir á sunnudag leggjast í körfuboltaspekinginn og umboðsmanninn Sigurð Hjörleifsson. Hann er nokkuð viss í sinni sök og eins og flestir kannski spáir hann Grindavík og Snæfell sigri í Laugardalshöll. 

Hvernig leggjast bikarleikirnir í þig? Hverjir verða bikarmeistarar?
Mjög vel. Alltaf mikið fjör á þessum degi. Grindavík og Snæfell verða bikarmeistarar.   

Hvað mun skipta sköpum í þessum tveimur leikjum, hvar hafa liðin forskotá hvert annað?
Fyrir Grindavík skiptir aðalmáli að Joanna Skiba eigi góðan leik. Hún er stjórnandi liðsins og skiptir öllu að hún finni sinn takt. Ef Haukar eiga að hafa möguleika verður Kiera Hardy að spila fyrir liðið, ekki sjálfa sig. Í karla leiknum á það eftir að ráða úrslitum samvinna og samheldni Snæfells liðsins. Ef Hlynur og Justin lenda ekki í villuvandræðum snemma þá vinnur Snæfell. Til að Fjölnir eigi möguleika þarf liðsheildin að vera góð. Meira framlag frá fleiri en 2 útlendingum verður að koma til.  

Hvaða leikmenn eru líklegir til afreka í leikjunum?
Í kvennaleiknum. Joanna Skiba, Tiffany Roberson, Petrúnella og Ólöf Helga.Hjá Haukum. Kristrún, Kiera Hardy og Unnur Tara. Í karla leiknum. Hlynur, Justin, Sigurður Þorvalds og Magni hjá Snæfell. Hjá Fjölni. Anthony Drejaj og Sean Knitter.  

Hver er skemmtilegasti bikarúrslitaleikur sem þú hefur séð?
Allir flottir  

Á að mæta í Höllina á sunnudag?
Að sjálfsögðu. 

Sunnudagurinn 24. febrúar 2008 

14:00
Grindavík-Haukar 

16:00
Snæfell-Fjölnir 

Lýsingarbikarúrslit í Laugardalshöll

Fréttir
- Auglýsing -