12:18
{mosimage}
(Ívar Ásgrímsson)
Ívar Ásgrímsson er körfuknattleiksunnendum að góðu kunnur og þekkir það að fagna bikarmeistaratitli í Laugardalshöll. Við fengum hann til þess að spá í spilin fyrir sunnudaginn en hann telur að Grindavík og Snæfell verði bikarmeistarar í ár.
Hvernig leggjast bikarleikirnir í ykkur? Hverjir verða bikarmeistarar?
Leikirnir leggjast bara nokkuð vel í mig og eins og svo oft þá er nokkuð um að „minni“ lið nái að komast í Höllina. Í kvennaleiknum eru 5 lið búin að vera nokkuð jöfn í vetur og því gat kannski allt gerst þar en fyrirfram hefði maður búist við Keflvíkingum þarna. Ég held að kvennaleikurinn verði nokkuð jafn og hafa kvennaleikirnir verið hin besta skemmtun síðustu árin. Ég vona að Haukarnir vinni þennan leik en hlutlaus spá yrði samt að Grindavík vinni þennan leik með 8 stigum. Þær eru með reyndari hóp og tvo útlendinga. Haukarnir eru með nýtt og mjög ungt lið og þetta er örugglega góð reynsla fyrir þær. Í karlaleiknum býst ég við sigri Snæfells, eins og kannski lang flestir. Fjölnir eru búnir að vera í miklum vandræðum í vetur og eru á slæmum stað í deildinni. Þeir náðu þó aðeins að rétta úr kútnum í síðasta leik við Grindavík eftir mjög slæmt tap á móti ÍR. Snæfell er með hávaxið og skemmtilegt lið og þarna vona ég að mitt gamla lið nái sínum fyrsta stóra titli.
Hvað mun skipta sköpum í þessum tveimur leikjum, hvar hafa liðin forskot á hvert annað?
Í kvennaleiknum eru þetta mjög jöfn lið. Grindavík er með mjög öflugan útlending sem spilar inní teig og svo eru þeir einnig með annan útlending í bakvarðastöðunni. Þær eru þannig með útlendinga í tveim mikilvægustu stöðunum. Kaninn er lykilmaður hjá Grindavík og verða Haukar að stoppa hana. Bakvörðurinn hefur verið svolítið mistæk og ef hún er að hitta gæti þetta orðið erfitt fyrir Haukana. Haukarnir eru með ungt lið og með kana í bakvarðastöðunni. Hún er ágætis skotmaður en virðist vera frekar upp og niður og vonandi fyrir Haukana verður hún uppi á sunnudaginn.Kristrún og Unnur Tara eru einnig mjög mikilvægar og verða að spila vel til að þær eigi möguleika.
Um karlaleikinn sagði Hlynur í sportinu í sjónvarpinu að það væri engin spurning um hvort liðið væri betra og ef þeir spila eðlilega þá ynnu þeir. Verð að vera sammála Hlyn þarna. Snæfell er með betra lið og í eðillegum leik þá vinna þeir á sunnudaginn. En bikarleikur er enginn venjulegur leikur og þar getur allt gerst. Snæfell ermeð mjög hávaxið lið og eru með mjög góða Íslendinga í sínu liði eins og Hlyn, Sigga Þorvalds, Magna og Nonna Mæju og einnig eru þeir með 3 fína útlendinga. Snæfell ætti að vinna baráttu um fráköst og einnig baráttu inní teignum og þeir eru einnig með gott varnarlið og þar vinnast stóru leikirnir. Snæfell er með að mínu mati sá leikmann sem hefur spilað best eftir áramótin, Hlyn og hann skiptir miklu máli í þessum leik. Einnig efþeir hitta vel að utan, t.d. Siggi og Hlynur líka þá verður engin spurning hvernig þessi leikur fer.
Ég hef ekki mikið séð til Fjölnis en þeir hafa verið að skipta mikið um útlendinga og eftir sigurinn í Borgarnesi fór maður að halda að þetta væri að koma hjá þeim en annað virðist vera raunin. Bárður hefur ekki náð að finna réttu blönduna og stundum er eins og þeir séuþarna bara af íllri nauðsyn og svo er sóknarleikur þeirra ekki búinn að vera góður í vetur. Mín spá 14 stiga sigur Snæfells.
Hvaða leikmenn eru líklegir til afreka í leikjunum?
Í kvennafloknum eru það Kristrún, Unnur Tara og kaninn sem eru lykilmenn og munu bera uppi Haukaliðið. Í Grindavík er það fyrst og fremst kaninn hjá þeim inní teignum. Grindavík er einnig með nokkra góða og efnilega leikmenn sem þurfa að stíga upp og á góðum degi eru þeir íllviðráðanlegar og geta dælt niður 3ja stiga skotum en það hefur ekki hepnast hjá þeim í síðustu úrslitaleikjum hjá þeim og þær þurfa að finna sjálfstraustið. Há körlunum er mitt mat að úrslitin ráðist af frammistöðu landans, þ.e. Íslendingunum. Ef Siggi Þorvalds, Hlynur, Magni og Nonni Mæju spila vel geta Fjölnismenn gleymt leiknum en ef þeir ná ekki sínu besta gæti þetta orðið góður leikur. Hjá Fjölnir eru útlendingar að gera langmest og hefur Kristinn (Haukamaður) ekki verið að spila nógu vel að mínu mati og ekki heldur Níels Dungal en þeir þurfa að stíga upp eins og aðrir leikmenn hjá þeim.
Hver er skemmtilegasti bikarúrslitaleikur sem þið hafið séð?
Efirminnilegasti leikurinn sem ég hef komið nálægt er þegar ég þjálfaði lið ÍS árið 2002-2003 og við sigruðum lið Keflavíkur eftir framlengingu á ótrúlegan hátt. Vorum að tapa með 16 stigum í fjórða leikhluta en snérum leiknum við og sigruðum, mun aldrei gleyma þessum leik. Einnig þegar við Haukarnir urður bikarmeistarar tvö ár í röð ´85 og ´86 ámóti Njarðvíkingum.
Á að mæta í Höllina á sunnudag?
Ég reikna fastlega með að mæta á báða leikina, hvetja Haukan í kvennaleiknum og svo Snæfell í karlaleiknum. Vona að fólk fjölmenni í höllina og sýni að þetta eru alvöru leikir og að þetta sé vetraríþrótt nr. 1 hér á klakanum.
Kveðja,
Ívar Ásgrímsson,
fyrrverandi körfuboltamaður og þjálfari.
{mosimage}



