spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild kvennaSpá Körfunnar fyrir Dominos deild kvenna – Pressan öll á Hlíðarenda

Spá Körfunnar fyrir Dominos deild kvenna – Pressan öll á Hlíðarenda

Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deild kvenna er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem verið hafa í eða í kringum deildina.

Heil umferð verður leikin í deildinni annað kvöld þar sem að nýliðar Fjölnis taka á móti Snæfell, Breiðablik og Valur mætast í Smáranum, Skallagrímur heimsækir Hauka í Ólafssal og KR og Keflavík eigast við á Sunnubrautinni í Keflavík.

Sé litið til þeirra stiga sem liðin fengu í spá ársins er nokkuð öruggt að talið er að Valur muni sigra deildina. Þar næst á eftir, nokkuð neðar, koma þrjú lið í einum hnapp, þar sem að gert er ráð fyrir að Skallagrímur verði í öðru sætinu, Keflavík í því þriðja og Haukar því fjórða. Nokkuð mikill munur er á þessum fjórum efstu liðunum og þeim sem eru neðar, því mætti draga þá ályktun að nokkuð mikið þyrfti að gerast svo að það verði ekki nákvæmlega þessi fjögur sem fari í úrslitakeppnina.

Breiðablik er svo í fimmta sætinu, nokkuð langt frá bæði Haukum í fjórða sætinu, sem og Fjölni í því sjötta. Ef spáin rætist, mun Breiðablik því vera í háalfgerðu einskis manns landi í sæti sínu þetta tímabilið.

Líkt og tekið var fram eru nýliðar Fjölnis svo í sjötta sætinu og nokkuð nálægt þeim í því sjöunda er Snæfell. KR er svo í því áttunda, frekar langt frá því að vera talið í nokkurri aðstöðu til þess að bjarga sér frá falli.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá spá sérfræðinga Körfunnar og þau stig sem liðin fengu í útreikningum:

  1. Valur – 7.75
  2. Skallagrímur – 6.25
  3. Keflavík – 6.06
  4. Haukar – 5.63
  5. Breiðablik – 3.63
  6. Fjölnir – 2.80
  7. Snæfell – 2.56
  8. KR – 1.44
Fréttir
- Auglýsing -