spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSpá Körfunnar fyrir Dominos deild karla - Stjarnan mun verja deildarmeistaratitilinn

Spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla – Stjarnan mun verja deildarmeistaratitilinn

Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem verið hafa í eða í kringum deildina.

Deildin fer af stað á morgun með fjórum leikjum. Nýliðar Hattar taka á móti Grindavík á Egilsstöðum, Tindastóll og ÍR mætast í Síkinu, Haukar heimsækja Þór í Þorlákshöfn og í Vesturbænum eigast við heimamenn í KR og Njarðvík.

Nokkuð örugglega í efsta sætinu þetta árið er lið Stjörnunnar. Fyrir neðan þá má segja að nokkuð þéttur pakki sé niður í fjórða sætið. Þar sem Keflavík er í öðru, Tindastóll þriðja og Valur í því fjórða.

Næstu þrjú lið þar á eftir eru nokkuð nálægt hvoru öðru. KR í fimmta sætinu, Njarðvík því sjötta og Grindavík sjöunda.

Baráttan um síðasta sæti úrslitakeppninnar er talin verða á milli ÍR og Hauka, þar sem ÍR er í áttunda sætinu, litlu ofar en Haukar í því níunda.

Þá gerir spáin ráð fyrir að Þór verði í einskismannslandi í tíunda sætinu. Nokkuð frá sæti í úrslitakeppninni og eitthvað frá því að falla.

Að lokum eru nýliðar Hattar og Þór Akureyri í ellefta og tólfta sætinu. Mjög örugglega (samkvæmt spá) að fara niður um deild.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá spá sérfræðinga Körfunnar og þau stig sem liðin fengu í útreikningum:

  1. Stjarnan – 11.45
  2. Keflavík – 10.27
  3. Tindastóll – 9.95
  4. Valur – 8.95
  5. KR – 6.73
  6. Njarðvík – 6.55
  7. Grindavík – 6.27
  8. ÍR – 5.86
  9. Haukar – 5.05
  10. Þór – 3.36
  11. Höttur – 1.76
  12. Þór Akureyri – 1.73
Fréttir
- Auglýsing -