spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSpá fyrir lokastöðu Bónus deildar karla

Spá fyrir lokastöðu Bónus deildar karla

Út er kominn nýjasti þátturinn af Run and Gun með fyrrum þjálfaranum og fjölmiðlamógulnum Máté Dalmay.

Með Máté í þessum síðasta þætti eru Hólmvíkingurinn Frikki Beast, Valsarinn Steinar Aronsson og Halli Karfa úr Smáranum.

Upptökuna er hægt að nálgast hér á Spotify og þá er hægt að horfa á þáttinn á YouTube hér fyrir neðan, en í honum er meðal annars farið yfir sviðið í Bónus deild karla.

Run and Gun fóru í ærlegt fyrri umferðar uppgjör á liðum Bónus deildar karla. Meðal þess sem til umræðu er hvernig þeir haldi að deildin eigi eftir að spilast eftir áramót.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá spár þeirra þriggja, en eins og sjá má eru þeir sammála um að í efstu fjórum sætum deildarinnar verða Tindastóll, Grindavík, Valur og Stjarnan. Þá eru þeir einnig sammála um að það verða Ármann og ÍA sem falla.

Fréttir
- Auglýsing -