spot_img
HomeBónusdeildinBónusdeild karlaSpá fyrir Dominos deild karla - 12. sæti: Þór Ak

Spá fyrir Dominos deild karla – 12. sæti: Þór Ak

Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.

Við hefjum þessa spá með því að kynna liðið sem er spáð 12. sæti.

12. sæti – Þór Akureyri

Nýliðar Þórs koma nokkuð brotnir til leiks eftir að hafa sigrað 1. deildina á síðustu leiktíð. Liðið hefur misst öfluga íslenska leikmenn í sumar en mikið mun mæða á ungum kjarna leikmanna. Það verður spennandi að sjá hvernig ungu leikmennirnir koma til leiks ásamt erlendum leikmönnum. Liðið hefur þó þjappað sér vel saman eftir orðróminn um að félagið gæti mögulega dregið liðið úr keppni. Nú skal leikið ,,Fyrir Ágúst” og gæti samheldnin fleytt liðinu áfram í vetur.

Komnir og farnir:

Komnir:

Mantas Virbalas frá Frakklandi

Zeek Woodley frá Kósovó

Hansel Atencia frá Masters (USA)

Pablo Hernández frá Missouri Baptist (USA)

Farnir:

Pálmi Geir Jónsson til Hamars 

Bjarni Rúnar Lárusson til Hamars

Larry Thomas óljóst

Damir Mijic óljóst

Sindri Davíðsson til Álftanes

Ingvi Rafn Ingvarsson óljóst

Mikilvægasti leikmaður:

Júlíus Orri Ágústsson, það mun mikið mæða á þesum unga bakverði í vetur. Þrátt fyrir ungan aldur er hann meðal reynslumestu íslensku leikmanna liðsins og þarf að leik vel í vetur ef ekki á illa að fara fyrir Þór Ak. Júlíus átti flotta spretti síðast þegar liðið lék í Dominos og var svo með 12,2 stig að meðaltali í leik fyrir Þór á síðustu leiktíð.

Fylgist með

Kolbeinn Fannar Gíslason er af þessum 2001 árgangi Þórs sem þarf að þroskast mikið á stuttum tíma í vetur. Hefur verið í yngri landsliðum Íslands og leikur sem framherji. Mun væntanlega fá enn fleiri mínútur í vetur og gæti sprungið út.

Þakið:

Samheldnin og heimavöllurinn stelur nokkrum sigrum og liðið bjargar sér örugglega frá falli og endar í 9. sæti. Úrslitakeppni er fjarlæg.

Gólfið:

Spáin er 12. sæti og það er gólfið.

Spá Körfunnar fyrir Dominos deild karla 2019/2020

  1. _________________
  2. _________________
  3. _________________
  4. _________________
  5. _________________
  6. _________________
  7. _________________
  8. _________________
  9. _________________
  10. _________________
  11. _________________
  12. Þór Ak
Fréttir
- Auglýsing -