spot_img
HomeFréttirSovic: Meistaranrir nýttu sér reynsluleysi okkar

Sovic: Meistaranrir nýttu sér reynsluleysi okkar

16:21

{mosimage}

Nýliðar Fjölnis áttu ágætan fyrri hálfleik þegar þær spiluðu við Íslandsmeistara Hauka í gærkvöldi í Iceland Express-deild kvenna. En frammistaða þeirra í seinni hálfleik vakti athygli enda var liðið á hælunum stóran hluta af þeim seinni.

Nemanja Sovic, þjálfari Fjölnis, sagði að tapinu hafi mátt að stórum hluta kenna um reynsluleysi síns liðs. ,,Þetta var frekar svekkjandi, við gátum ekki hlaupið kerfin okkar og reynsluleysi varð okkur að falli. Haukar eru Íslandsmeistararnir og þær nýttu sér reynsluleysi okkar og skort á einbeitingu,” sagði Sovic mjög vonsvikin með spilamennsku síns liðs í seinni hálfleik.

mynd: [email protected]

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -