Í kvöld mættu skallarnir í höfnina til þess að etja kappi við heimamenn í Þór, gestirnir frá Borganesi áttu ekki sinn besta leik í kvöld og sáu í raun aldrei til sólar í leiknum, hvorugt lið var að spila sinn besta varnaleik en áhorfendum til aukinnar skemmtunar voru sóknirnar fleirri og skemmtilegri þess í stað, staðan eftir fyrsta leikhluta var 28:22 fyrir Þórsara sem héldu áfram að skora grimmt og löbbuðu inn í klefa með stöðuna 64:33 í hálfleik.
Heimamaðurinn Grétar „Gretzky“ Erlendsson var lengi að koma sér inn í leikinn fyrir gestina en með góðum lokaspretti endaði hann með 19 stig og 5 fráköst, en stigahæstur í liði þeirra var gamla kempan Páll Axel Vilbergsson með 35 stig og 8 fráköst, þess má geta að nýji kani skallana Jermaine Bellfield var með 18 stig, 4 fráköst og 9 stoðsendingar.
Í Þórsliðinu var það Nemanja Sovic sem skoraði flest stigin en hann var með 30 stig og 7 fráköst en þetta var í þriðja sinn á tímabilinu sem Sovic gerir 30 stig eða meira í leik. Þar á eftir kom ekki minni maður heldur en Ragnar Nathanaelsson með 24 stig og 12 fráköst, einnig átti drekinn sjálfur Baldur Þór Ragnarsson góðan leik með 10 stig, 4 fráköst og 12 stoðsendingar, en einnig má ekki gleyma því að nefna loka mínútur leiksins þar sem yngri leikmenn þórs fengu að spreyta sig og Jón „Jobbi Byssa“ Þráinsson setti gullfallegan þrist sem lokaði leik kvöldsins
Umfjöllun/Andri Snær Ágústsson
Myndir/ Davíð Þór




