Nemanja Sovic hefur framlengt samning sinn við ÍR og mun leika með liðinu í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð. Sovic var drjúgur í liði ÍR á síðasta tímabili með 19,6 stig, 7,8 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Á myndinni er lengst til vinstri Gunnar Sverrisson þjálfari ÍR, Gunnar Þór Gunnarsson formaður KKD ÍR og Nemanja Sovic.



