Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta eru úr leik í undanúrslitunum í Rúmeníu eftir tap í þriðja leik fyrir ACS Sepsi Sic Sfantu Gheorghe, 70-76.
Phoenix töpuðu öllum þremur leikjum einvígis liðanna, þó ekki öllum með miklum mun. Þeim fyrsta með 7 stigum, öðrum með 19 stigum og í dag með 6 stigum.
Á tæpum 28 mínútum spiluðum í leik dagsins skilaði Sara Rún 11 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.
Tímabil Söru og Phoenix er því á enda, en þær höfðu áður hafnað í 4. sæti deildarinnar með 13 sigra og 9 töp.