spot_img
HomeFréttirSópar KR Laugardalinn um helgina?

Sópar KR Laugardalinn um helgina?

07:00
{mosimage}

(Tekst kanalausum KR-konum að leggja Íslandsmeistara Keflavíkur að velli í dag?)

Knattspyrnulið KR varð í gærdag VISA bikarmeistari karla í knattspyrnu og í dag leika bæði karla- og kvennalið KR til úrslita um Poweradebikarinn í körfubolta. Kvennaleikurinn hefst kl. 14:00 en karlaleikurinn hefst kl. 16.30.

Í kvennaleiknum mætast KR og Íslandsmeistarar Keflavíkur. KR sló út Grindavík í baráttuleik en það verður að teljast KR-ingum til mikilla tekna að leggja Grindavík að velli þar sem KR leikur án erlends leikmanns. Í úrslitaviðureigninni í karlaflokki mætast KR og Grindavík en KR lagði Íslandsmeistara Keflavíkur í undanúrslitum á meðan Grindavík sló út ríkjandi Powerademeistara Snæfells.

Vinni KR tvöfalt í dag er óhætt að segja að Vesturbæingar hafi sópað Laugardalinn en það verður ekki fyrirhafnarlaust og von á hörkuleikjum á þjóðarleikvanginum í dag.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -