spot_img
HomeFréttirSoltau til Keflavíkur

Soltau til Keflavíkur

{mosimage}

Danski landsliðsmaðurinn Thomas Soltau er genginn til liðs við Keflavík. Thomas er 24 ára framherji/miðherji, 210 sm á hæð og varð meistari 2000-2001 með Herley BMS í heimalandi sínu. Hann spilaði með Northwestern College á árunum 2001-2003 í USA og í febrúar sama ár skrifaði hann undir við Benetton Basket Triviso á Ítalíu og varð meistari með þeim.  

Frá 2003 hefur hann spilað í Þýskalandi m.a. með Leverkusen í Bundesliga. Á síðasta tímabili lék hann með Grevenbroich 2. Bundesliga og var með 13 stig að meðaltali og 5 fráköst. Thomas spilaði með öllum yngri landsliðum Dana og er sem fyrr sagði í Danska landsliðinu en hann skoraði einmitt sigurkörfu Dana gegn Íslendingum á Norðurlandamótinu í Finnlandi, 82:81, í síðasta mánuði. 

Í morgunblaðinu fyrir nokkru var rætt um þann möguleika ef Thomas skrifaði undir hjá Keflavík og fylgdi fréttinni eftirfarandi texti ''  Allt stefnir í að Keflavík tefli fram einhverju stærsta körfuboltaliði Íslandssögunnar næsta vetur. Sigurður Þorsteinsson, bráðefnilegur 18 ára Ísfirðingur, er kominn í raðir Keflvíkinga en hann er 2,03 metrar á hæð. Calvin Davis, sem kemur frá Bandaríkjunum, er 2,05 metrar og fyrir er í hópnum hinn tveggja metra hái Halldór Örn Halldórsson.''    

Ekki má svo gleyma landsliðsmanninum Jóni N. Hafsteinsyni sem er 197 sm. eða U-18 ára landsliðsmanninum Þresti Leó Jóhannsyni sem er 199 sm.  

Frétt af www.keflavik.is

Fréttir
- Auglýsing -