spot_img
HomeÚti í heimiHáskólaboltinnSólrún Inga valin í úrvalslið Sun Conference

Sólrún Inga valin í úrvalslið Sun Conference

Sólrún Inga Gísladóttir heldur áfram að gera góða hluti með liði Coastal Georgia Mariners í NAIA háskóladeildinni vestanhafs, en Sólrún var nýverið valin í annað úrvalslið Sun Conference deildarinnar (All-Conference second team).

Sólrún Inga er stigahæsti leikmaður Mariners það sem af er ári, með 332 stig, og er þar að auki með næstflestar þriggja stiga körfur í Sun Conference deildinni eða 48 talsins, með bestu þriggja stiga nýtingu deildarinnar, 38,4%.

Coastal Georgia liðið hefur keppni í úrslitakeppni Sun Conference deildarinnar í dag, þegar liðið mætir Johnson & Wales háskólanum. Leikurinn hefst klukkan 18 að íslenskum tíma, og er hægt að horfa á hann frítt hér.

Fréttir
- Auglýsing -