spot_img
HomeFréttirSólrún Inga stigahæst fyrir Mariners gegn Keiser University

Sólrún Inga stigahæst fyrir Mariners gegn Keiser University

Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners töpuðu í gær fyrir Keiser University í bandaríska háskólaboltanum, 81-74. Liðið er því með 2 sigurleiki og 2 tapaða það sem af er tímabili.

Sólrún Inga var stigahæst fyrir Mariners í leiknum með 14 stig, en við það bætti hún 3 fráköstum og stolnum bolta á 38 mínútum spiluðum.

Næst leikur liðið gegn Ave Maria University á morgun laugardag 5. desember.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -