19:43
{mosimage}
Svíar voru síðastir Norðurlandaþjóða til að krýna landsmeistara þetta vorið en á dögunum tryggði Solna Vikings sér sænska titilinn með sigri á Sundsvall Dragons 3-0 í úrslitaeinvíginu. Sigurinn vekur nokkra athygli þar sem Sundsvall var með heimaleikjaréttinn og sigraði Solna því tvisvar á úti velli.
Bilal Salaam var stigahæstur Solnamanna í þriðja leiknum með 23 stig en fyrir heimamenn skoraði Pero Vasiljevic 18 stig.
Þess má geta að allur íslenski hópurinn sem var á NM á dögunum sá leik 2 sem fór fram í Solna.
Mynd: www.basket.se