spot_img
HomeFréttirSolna vann síðasta leikinn fyrir jól

Solna vann síðasta leikinn fyrir jól

 
Logi Gunnarsson og Solna Vikings lönduðu sigri í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær þegar Boras kom í heimsókn. Þetta var jafnframt síðasti leikur Solna fyrir jólahátíðina þar sem Logi var enn eina ferðina stigahæstur í liði Solna.
Logi skoraði 20 stig í gær og tók 6 fráköst, þá var hann einnig með 5 stoðsendingar og 6 stolna bolta á tæpum 34 mínútum. Logi var þéttur á vítalínunni í leikslok og setti bæði frá ,,góðgerðarlínunni” og kom Solna í 77-73 þegar um 11 sekúndur voru til leiksloka. Lokatölur reyndust svo 77-74 Solna í vil.
 
Þá verður hörkuleikur í kvöld hjá Jakobi Erni og Hlyni í Sundsvall þegar topplið LF Basket kemur í heimsókn. Með sigri í kvöld getur Sundsvall komist uppfyrir Norrköping Dolphins og í 3. sæti deildarinnar með 22 stig. Um þessar mundir eftir sigurinn í gær er Solna svo í 6. sæti deildarinnar með 16 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -