spot_img
HomeFréttirSolna upp í 4. sæti með sigri á Boras

Solna upp í 4. sæti með sigri á Boras

Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu sterkan 100-95 sigur á Boras Basket og fóru fyrir vikið upp um þrjú sæti í deildinni og eru nú í 4. sæti. Þá hafði Brynjar Þór Björnsson betur gegn Helga Magnússyni þegar Jamtland heimsótti 08 Stockholm HR.
Solna Vikings 100-95 Boras Basket
Logi Gunnarsson skoraði 11 stig og tók 2 fráköst í liði Solna en fékk fimm villur í leiknum. Með sigrinum færðist Solna upp um þrjú sæti í deildinni og er nú í 4. sæti.
 
08 Stockholm HR 74-87 Jamtland Basket
Jamtland rúllaði upp fjórða leikhluta 9-28. Brynjar Þór Björnsson gerði 13 stig í sigurliði Jamtland en hjá 08 var Helgi Magnússon með 14 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar.
 
Mynd/ Logi Gunnarsson gerði 11 stig í sterkum sigri Solna í kvöld.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -