spot_img
HomeFréttirSolna og Uppsala töpuðu bæði í gær

Solna og Uppsala töpuðu bæði í gær

 
Þrír leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær þar sem Solna Vikings og Uppsala Basket töpuðu bæði en Logi Gunnarsson leikur með Solna og Helgi Magnússon með Uppsala. 
Helgi og Uppsala áttu ekki erindi í ecoÖrebro í gær þar sem lokatölur voru 95-77 ecoÖrebro í vil. Helgi var í byrjunarliðinu í gær og skoraði 2 stig á tæpum 25 mínútum en hann var einnig með 2 stoðsendingar, 1 frákast og 1 varið skot.
 
Logi Gunnarsson lét vel að sér kveða í 80-91 ósigri Solna gegn Jamtland Basket. Logi var með 20 stig og 8 fráköst í leiknum. Þá fóru Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson mikinn með Sundsvall á fimmtudagskvöld þegar Sundsvall skellti Boras á útivelli 107-82. Jakob og Liam Rush voru stigahæstir hjá Sundsvall báðir með 22 stig, Jakob var auk þess með 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Hlynur var ekki síðri með 18 stig, 12 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
Logi verður svo aftur á ferðinni á morgun þegar Solna Vikings taka á móti Boras Basket í Solnahallen.
 
Fréttir
- Auglýsing -