Helgi Magnússon og félagar í Solna Vikings náðu að jafna metin gegn Sodertalje í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en liðin mætast í 8-liða úrslitum deildarinnar. Lokatölur voru 78-97 Solna í vil en leikurinn fór fram á heimavelli Sodertalje. Staðan í einvíginu er því 1-1.
Helgi lék í rétt rúmar 24 mínútur í leiknum og skoraði eitt stig, hann tók einnig 5 fráköst og var með 2 stolna bolta. Sigtið var eitthvað vanstillt hjá Helga í leiknum sem brenndi af öllum 4 teigskotum sínum, öllum þremur þriggja stiga skotum sínum en setti niður annað af tveimur vítum sem hann fékk. Þessi dræma nýting Helga í leiknum kom þó ekki að sök þar sem Solna landaði sigri.
Næsti leikur Solna og Sodertalje fer fram í Solnahallen skammt utan við Stokkhólm á sunnudag.



