spot_img
HomeFréttirSolna jafnaði metin: Sundsvall lá úti

Solna jafnaði metin: Sundsvall lá úti

 
Þrír leikir fóru fram í gærkvöldi í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Logi Gunnarsson og Solna Vikings jöfnuðu metin 1-1 gegn Norrköping Dolphins og Sundsvall tapaði á útivelli þar sem Jamtland jafnaði einvígi liðanna, 1-1.
Solna Vikings 81-80 Norrköping Dolphins
Olivier Ilunga gerði sigurstig Solna í leiknum með stökkskoti í teignum þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Ilunga var heitur í leiknum í gær og gerði 29 stig og tók 8 fráköst í liði Solna. Logi Gunnarsson skoraði 7 stig, tók 5 fráköst og var með 2 stoðsendingar í leiknum.
Staðan í einvíginu: Norrköping 1-1 Solna
 
Jamtland Basket 86-75 Sundsvall Dragons
Jakob Örn Sigurðarson átti sterkan leik í gær í liði Sundsvall með 29 stig en það dugði ekki til að þessu sinni. Jakob var einnig með 7 stoðsendingar og 4 fráköst. Hlynur Bæringsson gerði 9 stig og tók 10 fráköst.
Staðan í einvíginu: Sundsvall 1-1 Jamtland
 
Fréttir
- Auglýsing -